Bóluefni tryggt fyrir 127% Íslendinga

Gangi allt eftir verður hægt að hefja bólusetningu við kórónuveirunni …
Gangi allt eftir verður hægt að hefja bólusetningu við kórónuveirunni hér á landi þann 29. desember næstkomandi. AFP

Ísland er ekki lengur langt á eftir öðrum ríkjum á lista fréttastöðvarinnar Bloomberg yfir það hversu mikið bóluefni gegn kórónuveirunni lönd heimsins hafa tryggt sér. Fyrir tveimur dögum bárust af því fréttir að hérlend stjórnvöld hefðu aðeins tryggt sér bóluefni fyrir um 29% þjóðarinnar. Nú segir í samantekt Bloomberg að Ísland hafi tryggt sér bóluefni fyrir rúmlega alla landsmenn, eða 127% þjóðarinnar.

Íslensk stjórnvöld hafa nú tryggt 435 þúsund skammta vegna samnings sem undirritaður var við bóluefnaframleiðandann Janssen fyrr í dag. Bóluefni Janssen eru í þriðja fasa prófunnar sem er síðasti alla jafna síðasti þróunarfasi nýrra lyfja. 

Fyrsta bóluefnið sem kemur hingað til lands verður þó að öllum líkindum bóluefni framleitt af Pfizer og BioNtech. Tryggðir hafa verið 170 þúsund skammtar sem duga fyrir 85 þúsund manns. Gangi allt eftir hefst bólusetning við kórónuveirunni hér á landi þann 29. desember næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert