Samfélagsmiðillinn Parler í loftið á ný

Forsvarsmenn Parler segja að Amazon hafi brotið lög.
Forsvarsmenn Parler segja að Amazon hafi brotið lög. AFP

Samfélagsmiðillinn Parler er kominn aftur í loftið eftir að hafa legið niðri í nokkra daga. Ekki var hægt að nota miðilinn um tíma eftir að tæknirisarnir Google, Amazon og Apple ákváðu öll að hætta að hýsa hann. Sú ákvörðun var tekin eftir innrásina í þinghúsið í Bandaríkjunum 6. janúar sl. 

Ástæðan að baki lokuninni var að sögn tæknirisanna meint aðgerðaleysi miðilsins þegar hvatt hafði verið til ofbeldis í gegnum Parler. Reglur miðilsins kveða þó á um enga ritskoðun ólíkt miðlum á borð við Twitter og Facebook.

Vinsæll hjá stuðningsmönnum Trumps

Parler er vinsæll meðal íhaldsmanna vestanhafs, sérstaklega meðal stuðningsmanna Donald Trumps, forseta landsins. Lokað hefur verið á forsetann fráfarandi á stóru samfélagsmiðlunum en hugsanlegt er að hann muni stofna aðgang á Parler. 

Samfélagsmiðillinn greindi frá því í morgun að hann væri kominn í loftið að nýju en með einhverju takmörkunum. Forstjóri Parler, John Matze, kvaðst vera öruggur um að miðillinn yrði kominn í samt horf undir lok mánaðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert