5G í boði fyrir iPhone

AFP

Apple opnar í dag tæki sín fyrir 5G-háhraðatengingu á Íslandi og verður 5G í boði fyrir nýjustu gerðir iPhone-síma.

5G er margfalt hraðara en 4G, sem flestir Íslendingar nota nú, og jafnast á við bestu ljósleiðaratengingu segir í fréttatilkynningu frá Nova.

5G hjá Nova.
5G hjá Nova.

„Apple gerir nú fjölmörgum notendum á Íslandi mögulegt að nýta sér 5G-tæknina. Við hjá Nova höfum unnið að því um langt skeið að ná þessum áfanga í viðræðum við við Apple og nú hefur það tekist. iPhone er vinsælasti farsíminn hjá viðskiptavinum Nova og vinsældir nýjustu kynslóðarinnar, iPhone 12, hafa verið miklar. Sífellt fleiri tæki eru að koma inn á markaðinn sem styðja 5G-hraða, bæði símar og önnur nettengd tæki. Það er ekki ofsögum sagt að þetta verður bylting fyrir notendur þar sem 5G býður upp á meiri afköst og nákvæmni en áður þekktist,“ segir Benedikt Ragnarsson, framkvæmdastjóri fjarskipta hjá Nova, í fréttatilkynningu.

Það er nýjasta kynslóð iPhone síma sem styður við 5G og því þurfa þeir sem ætla að tengjast háhraðanetinu að vera með iPhone 12, iPhone 12 Mini, iPhone 12 Pro eða iPhone 12 Pro Max auk þess að vera með útgáfu 14.4 af iOS-stýrikerfinu. Notendur símanna munu í dag og á næstu dögum fá boð um uppfærslu á netstillingum og eftir að uppfærslan hefur verið samþykkt getur símtækið tengst 5G-neti Nova. 5G-netstillingar munu síðar verða sjálfkrafa hluti af öllum uppfærslum stýrikerfisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert