Segja bóluefnin gríðarlega örugg

AFP

Bóluefni Pfizer og AstraZeneca eru gríðarlega örugg að því er segir í tilkynningu frá Lyfjastofnun Bretlands og fjallað er um á BBC. Milljónir Breta hafa þegar verið bólusettir með þessum bóluefnum en einhverjir hafa fundið fyrir vægum aukaverknum.

Lyfjaeftirlitið hefur gefið úr skýrslu varðandi bóluefnin en hún nær til 24. janúar en á þeim tímapunkti var búið að gefa tæplega 7 milljónir skammta í Bretlandi. Í flestum tilvikum bóluefni frá Pfizer. 

Alls bárust 22 þúsund tilkynningar um mögulegar aukaverkanir. Það er þrír af hverjum eitt þúsund sem voru bólusettir. Í nánast öllum tilvikum var um minniháttar einkenni að ræða, svo sem eymsli á stungustað og flensulík veikindi. 

Möguleg alvarleg ofnæmisviðbrögð eru möguleg þegar bóluefni Pfizer-BioNTech er notað en mjög sjaldan. Um 1-2 tilvik á hverja 100 þúsund íbúa segir í skýrslunni. Læknar segja að þeir sem eru með bráðaofnæmi eigi ekki að vera bólusettir með þessu bóluefni vegna möguleikans að hastarlegum viðbrögðum. Aftur á móti gildir þetta ekki um aðra sem eru með ofnæmi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina