Netglæpum fjölgaði um þriðjung

Lögreglan telur að netglæpum muni halda áfram að fjölga.
Lögreglan telur að netglæpum muni halda áfram að fjölga. AFP

„Þessi aukning helst í hendur við upplýsingar sem við höfum frá Europol og víðar. Netglæpir hafa aukist mikið á þessum Covid-tímum,“ segir Daði Gunnarsson, lögreglufulltrúi í netbrotadeild hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Skráðum netglæpum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði mikið á síðasta ári frá 2019. Þeir voru 422 í fyrra en 318 árið áður. Nemur aukningin tæpum 33% á milli ára.

Daði segir í samtali í Morgunblaðinu í dag að sig gruni að bæði sé um fjölgun brota að ræða en einnig að fólk sé duglegra að tilkynna slíka glæpi en áður.

„Í kórónuveirufaraldrinum hafa allir neyðst til að vera meira á netinu en áður. Það að fólk sé meira í tölvunum eykur hættuna á netglæpum. Þarna erum við líka að fást við atvinnumenn í þessari grein. Það er þeirra vinna að svindla. Þetta er skipulögð brotastarfsemi og þessir menn eru með fólk í vinnu við að reyna að svindla á öðrum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »