Mikil fagnaðarlæti hjá NASA

Fagnaðarlætin voru mikil í höfuðstöðvum Geimferðastofnunar Bandaríkjanna, NASA, þegar könnuðurinn Perserverance lenti á plánetunni Mars í gærkvöldi.

Sjö mánuðir höfðu liðið síðan hann lagði af stað frá jörðinni.

Lendingin þýðir að núna getur leit hafist að sönnunum fyrir lífi til forna á rauðu plánetunni. Við leitina mun róbóti bora ofan í jörðina og safna sýnum sem verða rannsökuð síðar.

Myndskeið BBC:

Starfsmenn NASA fögnuðu innilega þegar könnuðurinn lenti á Mars.
Starfsmenn NASA fögnuðu innilega þegar könnuðurinn lenti á Mars. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert