Sendi magnaðar nýjar myndir af Mars

Landslagið á rauðu plánetunni.
Landslagið á rauðu plánetunni. NASA/JPL-CALTECH

Síðan könnunarfar NASA, Perseverance, lenti á plánetunni Mars þann 18. febrúar síðastliðinn eftir sjö mánaða ferðalag hefur það sent frá sér magnaðar myndir sem teknar hafa verið í kringum lendingarsvæðið.

Perseverance er á stærð við hefðbundna jeppabifreið, vegur um tonn og er útbúið alls kyns tækjum og tólum. Þar á meðal 19 myndavélum, tveimur hljóðnemum og fjölda annarra tækja.

Perseverance könnunfarið notaði eina af 19 myndavélum til að taka …
Perseverance könnunfarið notaði eina af 19 myndavélum til að taka sjálfsmynd. AFP
NASA/JPL-CALTECH
NASA/JPL-CALTECH
mbl.is