Veitir enn meiri vörn en áður var talið

AFP

Bóluefni Pfizer-Biontech veitir enn meiri vörn en áður var talið við einkennum Covid-19 samkvæmt nýrri rannsókn sem kynnt var í dag. Er nú talið að bóluefnið dragi úr einkennum sjúkdómsins um 97% í stað 94%. 

Gögnin sem notuð voru við rannsóknina koma úr bólusetningarherferð Ísraela frá 17. janúar til 6. mars. Samkvæmt þeim veitir bóluefnið 94% skerðingu alvarlegra sjúkdómseinkenna en áður var talið að hlutfallið væri 92%. 

mbl.is