Kemur í veg fyrir 91% tilfella

Heilbrigðisstarfsmaður heldur á bóluefninu Comirnaty sem Pfizer og BioNTech standa …
Heilbrigðisstarfsmaður heldur á bóluefninu Comirnaty sem Pfizer og BioNTech standa að. AFP

Lyfjaframleiðandinn Pfizer segir að bóluefni sitt komi í veg fyrir 91% tilfella kórónuveirunnar  fyrstu sex mánuðina frá bólusetningu. 

Þá sýna rannsóknir að jafnvel einstaklingar á níræðis- og tíræðisaldri framleiða umtalsvert magn af mótefni eftir að hafa fengið báða skammta bóluefnisins. Einungis 63% framleiða þó svokallaðar T-frumur sem eru gagnlegar við að viðhalda mótefni við veirunni til lengri tíma. Þá gefa rannsóknir fá svör við þeirri spurningu hvað mótefni endist lengi. 

Pfizer greindi upplýsingar frá 46 þúsund einstaklingum sem tóku þátt í fyrstu prófunum fyrirtækisins á bóluefninu á síðasta ári, sex mánuðum eftir að þátttakendurnir fengu síðari skammt bóluefnisins. Rannsóknin sneri einnig að 800 þátttakendum frá Suður-Afríku og kom í ljós að bóluefnið virðist hafa sömu virkni á suðurafrískt afbrigði veirunnar. Um er að ræða fyrstu langtímarannsóknina á bóluefni sem þegar hefur verið tekið í notkun, en svipaðar rannsóknir eru í gangi núna, meðal annars á vegum AstraZeneca.

Frétt BBC. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert