Birta niðurstöður rannsókna á blóðtöppum

AFP

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) mun í dag kynna niðurstöður sínar um möguleg tengsl blóðtappa og bóluefnis AstraZeneca við Covid-19. Stofnunin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 14 og á sama tíma mun Lyfjastofnun Bretlands (MHRA) greina frá rannsóknum sínum á mögulegum tengslum þarna á milli. 

Mögulegt er að tímasetning blaðamannafundar EMA muni breytast en stjórnendur MHRA munu kynna niðurstöðu sinna rannsókna í beinni sjónvarpsútsendingu í Bretlandi. 

Um pásk­ana greindi MHRA frá því að til­kynnt hefði verið um 30 slík til­vik, þar af sjö ban­væn, af þeim 18 millj­ón­um skammta sem gefn­ir hafa verið af bólu­efn­inu í Bretlandi. 

Heilbrigðisráðherrar Evrópusambandsins munu halda rafrænan fund í kjölfar blaðamannafundar EMA samkvæmt upplýsingum frá portúgölskum yfirvöldum sem eru í forsvari fyrir ESB núna. 

Fjölmargar spurningar eru uppi varðandi möguleg tengsl bóluefnisins og blóðtappa í kjölfar þess að tugir tilfella blóðatappa hafa greinst meðal fólks skömmu eftir bólusetningu með bóluefni AstraZeneca.

Grunur leikur á að um orsakatengsl sé að ræða að minnsta kosti hjá yngra fólki, það er fólki yngra en 55-60 ára, en það hefur ekki verið staðfest enn sem komið er.

Nokkur ríki Evrópu hafa hætt að bólusetja yngra fólk með bóluefni AstraZeneca og Bretar hafa stöðvað rannsóknir á virkni þess á börn.

Bæði EMA og WHO hafa sagt að þó svo að mögulega séu tengsl á milli bóluefnisins og blóðtappa sé ábatinn af bóluefninu meiri en áhættan sem fylgi Covid-19. 

Yf­ir­maður hjá Lyfja­stofn­un Evr­ópu (EMA), sem fer með stefnu þess í bólusetningum, seg­ir í viðtali við ít­alska dag­blaðið Il Messag­gero í gær að hann telji að tengsl séu á milli bólu­setn­inga með AstraZeneca-bólu­efn­inu og blóðtappa. Hann segir að vitað sé af tengslum en ekki hvað valdi þessum viðbrögðum líkamans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert