Facebook, Messenger og Instagram lágu niðri

Facebook, Messenger og Instagram virka ekki.
Facebook, Messenger og Instagram virka ekki. AFP

Samfélagsþjónusturnar Facebook, Messenger og Instagram hafa legið niðri um tíma í kvöld.

Ekki liggur fyrir hvers vegna svo er, en sjálft fyrirtækið Facebook hefur ekki gefið út tilkynningu um málið.

Fyrst fór að bera á vandamálum um klukkan 21.30 að íslenskum tíma, þegar fjöldi fólks fór að tilkynna að það fengi ekki aðgang að þjónustunum, að því er fram kemur í umfjöllun The Verge.

Jane Wong, kunnur hugbúnaðarsérfræðingur, hefur bent á að meira að segja innri vefur fyrirtækisins hafi hrunið.

Uppfært: 

Facebook, Messenger og Instagram liggja ekki lengur niðri, eins og sjá má á vef The Verge.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert