Snjallt í skólana

Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi.
Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi.

Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag verður lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um snjallvæðingu á grunnskólastarfi í Reykjavík.

Tillagan gerir ráð fyrir að í hverju hverfi borgarinnar verði settar upp sköpunarsmiðjur, Fab Lab, sem verði vettvangur og aðstaða fyrir nýsköpun og frumkvöðlastarf. Einnig fái grunnskólar borgarinnar styrk til þess að útbúa snjallstofur, en útfærsla verði á höndum skólastjóra í hverjum skóla. Markmiðið verði að innleiða aukna tækni í skólastarfi svo börn verði betur búin undir áskoranir fjórðu iðnbyltingarinnar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Grunnur að framtíðinni er lagður í skólastarfi og því mikilvægt að stafræna umbreytingin nái líka þangað,“ segir Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi, sem mælir fyrir tillögunni. Hún minnir á að borgarstjórn hafi samþykkt í síðustu fjárhagsáætlun að verja alls 10 milljörðum króna á næstu þremur árum í stafræna umbreytingu á þjónustu borgarinnar. Hún telji stafrænu þróunina jákvætt skref, sérstaklega ef hún leiði af sér aukið hagræði og bæti þjónustu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »