Smáskilaboð í nafni BPO send að utan

Guðmundur segir mikilvægt að almenningur sé meðvitaður netöryggi.
Guðmundur segir mikilvægt að almenningur sé meðvitaður netöryggi. mbl.is/Hanna

Þeir aðilar, sem sendu SMS-skilaboð í nafni BPO Innheimtu, eru erlendir og nýttu sér að öllum líkindum gögn úr nýlegum leka, þar sem persónuupplýsingum milljóna manna var lekið, þar á meðal tugþúsunda Íslendinga. Þetta segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS, netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunar, við mbl.is. 

Guðmundur Arnar Sigmundsson.
Guðmundur Arnar Sigmundsson. Ljósmynd/Póst- og fjarskiptastofnun.

Guðmundur segir mjög mikilvægt að fólk sé meðvitað um þær ógnir sem svona brotastarfsemi hefur í för með sér. Jafnan sé talið að vel yfir 90% þeirra fjármuna, sem glatast þegar svona brot eru framin, glatist til frambúðar.

Að sögn Guðmundar er gríðarlega erfitt að rekja staðsetningu þeirra sem fremja svona brot og að ekki liggi fyrir í þessu tilfelli frá hvaða landi árásin var gerð, en að ljóst sé að hún hafi verið gerð erlendis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert