Sækja um leyfi fyrir bóluefni fyrir unglinga

Comirnaty bóluefnið sem Pfizer og Biontech framleiða.
Comirnaty bóluefnið sem Pfizer og Biontech framleiða. AFP

Pfizer-BioNTech hefur lagt fram beiðni til Lyfjastofnunar Evrópu um að bóluefni fyrirtækjanna við Covid-19 verið heimilað fyrir aldurshópinn 12-15 ára í Evrópu. Er þetta gert í kjölfar beiðni þeirra um sambærilega heimild í Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum.

Í yfirlýsingu frá fyrirtækjunum kemur fram að óskað hafi verið eftir heimild til þess að útvíkka markaðsleyfi fyrir bóluefni þeirra við Covid-19 þannig að það nái einnig til aldurshópsins 12-15 ára.

Forstjóri BioNTech, Ugur Sahin, segir að bóluefni fyrir þann aldurshóp geti verið tilbúið í júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert