Leyfa færslur um að Covid-19 hafi verið manngerð

Facebook leyfir nú færslur sem benda til þess að Covid-19 …
Facebook leyfir nú færslur sem benda til þess að Covid-19 hafi verið af mannavöldum. AFP

Facebook hefur snúið við stefnu sinni að banna færslur sem benda til þess að heimsfaraldurinn sem stafar af Covid-19 hafi verið af mannavöldum í ljósi vaxandi ágreinings um uppruna veirunnar.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir, „í ljósi yfirstandandi rannsókna á uppruna Covid-19 og í samráði við sérfræðinga í lýðheilsu, munum við ekki lengur fjarlægja færslur um að Covid-19 hafi verið af mannavöldum.“ Meðal rannsókna sem um ræðir er krafa Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, um að leyniþjónustur Bandaríkjanna rannsaki uppgang veirunnar.

Facebook sagði í febrúar að það myndi fjarlægja allar rangar eða ósannaðar færslur um Covid-19 en sú yfirlýsing tók líka til fyrirtækja í þeirra eigu svo sem Instagram, Whatsapp og Messenger.

mbl.is

Bloggað um fréttina