Öryggiskerfið Ring gerir beiðnir lögreglu opinberar

Ring er í eigu Amazon.
Ring er í eigu Amazon. AFP

Öryggiskerfið Ring, sem er í eigu bandaríska fyrirtækisins Amazon, ætlar að gera beiðnir lögreglu um aðgang að myndskeiðum frá heimilum fólks opinberar.

Fyrirtækið fékk á sig mikla gagnrýni þegar kom í ljós að eitt af hverj­um tíu lög­reglu­embætt­um í Banda­ríkj­un­um gæti fengið aðgang að millj­ón­um mynd­skeiða af heim­il­um fólks án sér­stakr­ar heim­ild­ar. 

Beiðnir lögregluembætta verða nú birtar opinberlega á appi fyrirtækisins, Neighbors. 

Öryggismyndavélar Ring, sem finnast meðal annars í dyrabjöllum, gera notendum kleift að sjá og taka upp allt sem gerist við heimili þeirra. Það er svo undir eigendum komið hvort þeir vilja deila myndefni með nágrönnum eða lögreglu.

Amazon keypti Ring árið 2018 og samdi í kjöl­farið við fleiri en 1.800 lög­reglu­embætti um að þau geti fengið aðgang að mynd­skeiðunum án heim­ild­ar. Ring er orðið eitt stærsta ör­yggis­kerfi Banda­ríkj­anna en í des­em­ber 2019 voru um 400 þúsund kerfi seld. Í lok apríl er gert ráð fyr­ir að lög­regl­an hafi lagt hald á um 22 þúsund mynd­skeið frá ör­yggis­kerf­inu.

mbl.is