Tveir leiðangrar farnir til Venusar

Samsett mynd frá NASA af Venusi.
Samsett mynd frá NASA af Venusi. AFP

Bandaríska geimferðastofnunin NASA tilkynnti í vikunni, að tvö könnunarför yrðu send til reikistjörnunnar Venusar í lok þessa áratuga. Markmiðið með ferðinni er að rannsaka hvers vegna Venus, sem er næsta nágrannapláneta jarðar, varð sjóðandi heit en á jörðinni dafna lífverur. 

„Þessir leiðangrar eiga að auka skilning okkar á því hvers vegna Venus varð að eldhnetti þar sem blý gæti bráðnað á yfirborðinu," sagði Bill Nelson, nýr yfirmaður NASA, við AFP fréttastofuna. 

„Þeir gefa öllu vísindasamfélaginu tækifæri til að rannsaka plánetu, sem við höfum ekki heimsótt í rúma þrjá áratugi.

Gert er ráð fyrir að leiðangrarnir muni kosta um 500 milljónir dala, jafnvirði um 60 milljarða króna. Ger er ráð fyrir að könnunarförunum verði skotið á loft á árunum 2028-2030. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert