Íslensk gervigreind dragi úr sóun

DataLab-teymið Brynjólfur, Stella og Dennis.
DataLab-teymið Brynjólfur, Stella og Dennis. Ljósmynd/Aðsend

Hægt er að nýta gervigreind til þess að minnka sóun í rekstri fyrirtækja með ýmsum hætti. 

Brynjólfur Borgar Jónsson, stofnandi tækni- og ráðgjafafyrirtækisins DataLab, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu að mikil spurn sé hjá íslenskum fyrirtækjum eftir gagnadrifinni gervigreind og að tækifærin séu mörg á þessu sviði.

Hægt sé að nýta gervigreind til margra hluta, svo sem til að auka þjónustuupplifun viðskiptavina, draga úr óvissu í rekstri og auka tekjur. Hann segir einnig að mörg fyrirtæki leiti eftir því að búa til sérsniðna upplifun á íslensku. 

Brynjólfur segir að með gervigreind sé verið að sjálfvirknivæða aðgerðir sem áður þurfti mannlega greind til þess að sinna. 

„Við sjáum strax mikil tækifæri í að bjóða lausnir sem hafa ekki verið í boði nema að litlu leyti á íslenskum markaði,“ segir Brynjólfur í nýjasta hlaðvarpsþætti Origo, sem ber heitið Tæknilega séð.

mbl.is