Finna engar skýringar á fljúgandi furðuhlutum

Engar skýringar fundust á fljúgandi furðuhlutum sem flugmenn Bandaríkjahers hafa …
Engar skýringar fundust á fljúgandi furðuhlutum sem flugmenn Bandaríkjahers hafa rekist á í gegnum tíðina. Þessi fljúgandi furðuhlutur sást til að mynda árið 2004 nærri Kyrrahafi en ekki hafa enn fengist skýringar á fyrirbærinu, sem hreyfðist hratt og á sérstakan hátt. AFP

Bandarísk stjórnvöld hafa ekki fundið skýringar á fjölda fljúgandi furðuhluta sem flugmenn orrustuvéla Bandaríkjahers hafa séð til og tilkynnt um. Kemur þetta fram í skýrslu sem unnin var fyrir stjórnvöld til þess að kanna þessi mál, að því er fram kemur í frétt BBC.

Alls hafa 144 slík tilvik verið tilkynnt til stjórnvalda síðan árið 2004 og hefur aðeins fundist skýring á einum fljúgandi furðuhlut, sem reyndist vera risastór uppblásin blaðra.

Bandaríska þingið óskaði eftir skýrslunni í ljósi þess að hernaðaryfirvöld hafa tilkynnt um marga fljúgandi furðuhluti og var sérstakur starfshópur fenginn til að rýna í gögnin.

Gætu verið tækninýjungar úr herbúðum Rússa eða Kínverja

Í 143 tilfellum vantaði mikilvægar upplýsingar til þess að hægt væri að segja með vissu að hlutirnir kæmu annars staðar að en frá jörðu niðri. Á sama tíma útilokar það ekki að um fljúgandi furðuhluti hafi verið að ræða. 

Í skýrslunni kemur þá einnig fram að hlutirnir sem um ræðir gætu verið ískristallar, sem greinast í ratsjárkerfum, leyniverkefni á vegum bandarískra stjórnvalda eða tækninýjungar frá öðrum löndum á borð við Bandaríkin eða Kína.

mbl.is