Bóluefni með 48% virkni

Bóluefni CureVac reyndist einungis veita 48% vörn gegn kórónuveirunni.
Bóluefni CureVac reyndist einungis veita 48% vörn gegn kórónuveirunni. AFP

Lokarannsóknir á bóluefni þýska líftæknifyrirtækisins CureVac ollu vonbrigðum þegar niðurstöður bentu til þess að bólusetningin veitti einungis 48% vörn gegn Covid-19-veirunni. Virkni þess er því mun lægri en virkni bóluefnanna sem keppinautarnir Moderna og Pfizer/BioNTech framleiða.

Niðurstöðurnar komu ekki mikið á óvart en fyrri rannsóknir bentu einnig til þess að virkni bóluefnisins væri ekki mikil. Að sögn fyrirtækisins hefur rannsóknarferlið reynst flókið í ljósi þeirra fjölbreyttu afbrigða sem finnast af kórónuveirunni. Fulltrúar CureVac vildu þó vekja athygli á því að bóluefnið veitti meiri vernd meðal einstaklinga á aldrinum 18-60 ára, eða allt að 53%, heldur en meðal einstaklinga eldri en 60 ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert