Auglýsendur færa sig úr Apple í Android

iOS auglýsingafé dróst saman úr 50 prósentum í apríl niður …
iOS auglýsingafé dróst saman úr 50 prósentum í apríl niður í aðeins um 20 prósent í júní hjá fyrirtæki vestanhafs. AFP

Verð á auglýsingum er beinast að notendum hinna vinsælu iPhone-síma frá Apple hefur hríðfallið síðustu þrjá mánuði og segja sum fyrirtæki að það hreinlega borgi sig ekki lengur að auglýsa til iPhone notenda. Á sama tíma eykst eftirspurn eftir auglýsingum til notenda Android-stýrikerfisins.

Söguleg uppfærsla sem breytti leiknum

Á dögunum var fjallað um uppfærslu Apple á iOS-stýrikerfinu (sem meðal annars knýr iPhone-símana) þar sem notendum var gert kleift að hafna því að forrit á borð við Facebook og Instagram elti og reki spor sín milli forrita. Margir tæknirisar brugðust ókvæða við og byrjaði Facebook meðal annars herferð þar sem þeir töluðu um að þetta kæmi mest niður á litlum fyrirtækjum.

Nú, aðeins þremur mánuðum eftir uppfærsluna, hefur verð á auglýsingum sem beinast að iOS-notendum hefur hríðfallið. Á sama tíma hefur verð á auglýsingum sem beinast að Android-notendum hækkað í verði. Þetta segir á vef Macworld. Þá er áætlað að um 70 prósent iOS-notenda hafi valið að spor sín séu ekki rakin milli forrita.

Google hafa sagt að í nýrri uppfærslu Android muni þeir …
Google hafa sagt að í nýrri uppfærslu Android muni þeir fara svipaðar leiðir og Apple gerðu með iOS. Android er dótturfyrirtæki Google. AFP

Of lítil gögn svo það borgi sig

Þá segir í grein Wall Street Journal að auglýsendur hafi „orðið að miklum gögnum sem áður gerðu auglýsingar á iOS-tækjum skilvirkar og þess virði að fjárfesta í“. Til að mynda hefur hlutfall útgjalda auglýsingafyrirtækisins Tinuiti sem beinast að auglýsingum til iOS-notenda dregist saman úr 50 prósentum í apríl niður í aðeins um 20 prósent í júní.

Í júnímánuði jukust svo útgjöld fyrirtækisins í Android-auglýsingar um um það bil 10 prósent.

Google hafa sagt að í nýrri uppfærslu Android muni þeir fara svipaðar leiðir og Apple gerðu með iOS. Þrátt fyrir það er áætlað að fáir símar fái þá uppfærslu en um árabil hefur aðeins lítill hluti Android-síma notað nýjustu uppfærsluna hverju sinni. Því er ólíklegt að uppfærsla Google hafi jafn sterk áhrif á auglýsingar og uppfærsla Apple.

mbl.is