Hraunflæði gossins séð úr geimnum

Í myndskeiðinu sést hraunflæðið frá 1. apríl til 6. maí …
Í myndskeiðinu sést hraunflæðið frá 1. apríl til 6. maí mjög greinilega þar sem myndirnar eru teknar með ratsjárgervihnetti og því hefur skýjafar og gosmengun ekki áhrif á skýrleika myndanna. Skjáskot/BBC

Myndskeið sem sýnir hraunflæði eldgossins í Geldingadölum séð frá geimnum var nýlega til umfjöllunar á vef BBC

Í myndskeiðinu sést hraunflæðið frá 1. apríl til 6. maí mjög greinilega þar sem myndirnar eru teknar með ratsjárgervihnetti og því hefur skýjafar og gosmengun ekki áhrif á skýrleika myndanna.  

Jonathan Amos, vísindafréttaritari BBC, fjallar um ratsjárgervihnetti og ræðir við Rafal Modrzewski, framkvæmdastjóra finnska fyrirtækisins Iceeye, sem hafa komið fyrir fjórtán ratsjárgervihnöttum. 

Allir ratsjárgervihnettirnir eru á sambærilegum sporbrautum og taka myndir frá sama sjónarhorni og hæð svo auðvelt er að bera saman myndir yfir tíma líkt og gert er í myndskeiðinu hér að ofan. 

Iceeye gerði nýlega samning við Geimvísindastofnun Evrópu sem veitir vísindamönnum stofnunarinnar aðgang að efni úr ratsjárgervihnöttunum sem mun nýtast við ýmsar rannsóknir, til að mynda gosinu í Geldingadölum.

mbl.is