Tengja saman flug og járnbrautir

Kristján Guðni Bjarnason, tæknistjóri Dohop og Ingi Fjalar Magnússon, tæknilegur …
Kristján Guðni Bjarnason, tæknistjóri Dohop og Ingi Fjalar Magnússon, tæknilegur vörustjóri.

Breska flugfélagið easyJet og þýsku járbrautirnar Deutsche Bahn opnuðu í gær sameiginlega bókunarvél á Brandenborgarflugvellinum í Berlín. Viðskiptavinir félaganna tveggja geta nú tengt saman bókanir með tækni Dohop. 

Með nýjunginni verður auðveldara að tengja saman bókanir og ferðast um járnbrautakerfi Þýskalands, að því er fram kemur í tilkynningu. 

„Eftir að hafa flogið í rúmlega 17 ár til Berlínar, tekur easyJet næsta skref og eykur tengingu Brandenborgarflugvallar í Berlín við nærliggjandi sambandsríki. Samstarfið við Deutsche Bahn býður ferðamönnum upp á áreiðanlegar tengingar við allt að 70 áfangastaði um alla Evrópu í gegnum Berlín. Þessi framsýna lausn er næsta skref í átt að sjálfbærum ferðalögum,“ segir Stephan Erler, svæðisstjóri easyJet í Þýskalandi í tilkynningu. 

Kristján Guðni Bjarnason, tæknistjóri Dohop, segir um stórt skref fyrir fyrirtækið að ræða; 

„Það er stórt skref fyrir Dohop að tengja saman easyJet og Deutsche Bahn. Við höfum unnið mjög náið með þessum fyrirtækjum sem eru bæði leiðtogar á sviði sjálfbærni í ferðaþjónustu. Þessi nýja lausn er skref í átt að aukinni sjálfbærni í ferðalögum og mun koma til með að móta ferðamáta í framtíðinni. Við erum mjög stolt af lausninni sem er stærsta nýjung Dohop til þessa,“ segir Kristján.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert