Nefndi persónu eftir Jóhannesi í namibískum tölvuleik

Jóhannes Stefánsson uppljóstraði um störf Samherja í Namibíu.
Jóhannes Stefánsson uppljóstraði um störf Samherja í Namibíu.

Jóhannes Stefánsson uppljóstrari hefur hlotið þann heiður að fá persónu nefnda eftir sér í nýjum namibískum tölvuleik sem nefnist Fishrot.

Vivacious Shanyengange þróaði leikinn og er í anda leikja á borð við Super Mario. Markmið leiksins er að safna eins miklum fisk og mögulegt er sem verður síðan gjaldmiðill til þess að kaupa persónur og hluti í leiknum. RÚV greindi fyrst frá.

Shanyengange ákvað að nefna eina persónu Stefi til heiðurs Jóhannesi og þakka fyrir störf hans sem uppljóstrari í þágu Namibíu.

Leikurinn er byggður á spillingunni sem viðgekkst á milli Samherja og stjórnvalda í Namibíu. Hægt er að sækja leikinn ókeypis bæði í Apple appstore og Google playstore.

Sjá frétt á vef Namibian.

mbl.is