ON opnar nýjar hleðslustöð við Baulu

Rafbílaeigendur geta verslað á Orkunni á meðan bíllinn er í …
Rafbílaeigendur geta verslað á Orkunni á meðan bíllinn er í hleðslu. Ljósmynd/Aðsend

Orka Náttúrunnar opnaði tvær nýjar hleðslustöðvar við Bauluna í Borgarfirði. Stöðvarnar eru afar öflugar eða 150 kílóvött og geta því þjónað fjórum rafbílum í senn.

“Með því að Baulan bætist við hleðslustöðvanet ON eru ekki nema 100 kílómetrar á milli hraðhleðslustöðva fyrirtækisins á hringveginum milli Reykjavíkur og Akureyrar. Stöðvarnar eru í Reykjavík, við Bauluna, í Víðihlíð í Húnaþingi, Varmahlíð í Skagafirði og á Akureyri. Þá hentar stöðin við Bauluna þeim vel sem eru á leið á Vestfirði eða þaðan enda vegurinn um Bröttubrekku skammt undan,“ segir í tilkynningu frá ON.

Forstöðumaður fyrirtækjamarkaða ON, Kristján Már Atlason, óskar rafbílaeigendum til hamingju með nýju stöðina og ítrekar markmið ON um að byggja upp innviði fyrir orkuskiptin, „enda sýnir splunkuný skýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsvána að ekki er vanþörf á.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert