Danir þróa eigið Covid-bóluefni

Danir þróa nú eigið bóluefni gegn Covid-19.
Danir þróa nú eigið bóluefni gegn Covid-19. AFP

Danska ríkið hefur ákveðið að styrkja lyfjafyrirtækið Bavarian Nordic um 800 milljónir danskra króna eða um 16 milljarða íslenskra króna til þess að þróa lyf gegn Covid-19.

Í tilkynningu frá Magnus Heunicke heilbrigðisráðherra segir að veiran verði áfram í samfélaginu og því sé mikilvægt að þróa áfram bóluefni gegn henni, sérstaklega fyrir nýjum afbrigðum. Þá segir Heunicke einnig að mikilvægt sé að búa til bóluefni sem hægt sé að dreifa í þróunarríkjum.

Lyf Bavarian Nordic er nú í fasa tvö þar sem rannsakað er hvort lyfið virki sem örvunarskammtur. Þá hefur bóluefnið fengið samþykki frá Lyfjastofnun Evrópu fyrir fasa þrjú en á eftir honum er gefið markaðsleyfi fyrir lyfinu. 

Frétt á vef DR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert