YouTube fjarlægir milljón myndbönd um Covid-19

Youtube.com er ein vinsælasta vefsíða heims.
Youtube.com er ein vinsælasta vefsíða heims. AFP

YouTube hefur fjarlægt fleiri en milljón myndbönd með villandi upplýsingum um Covid-19. Myndböndin eiga það sammerkt að innihalda rangar eða villandi upplýsingar á borð við órannsakaðar meðferðir og samsæriskenningar. Þetta kemur fram í bloggfærslu frá miðlinum sem er í eigu tæknirisans Google.

Í yfirlýsingunni segir Neil Mohan, yfirmaður vöruþróunar hjá Google, að miðillinn fari eftir upplýsingum heilbrigðisstofnanna á borð við CDC og Alþjóða heilbrigðismálastofnunina. Þó viðurkennir hann að í sumum tilfellum sé erfitt að skera úr um sannleiksgildi yfirlýsinga þegar um nýjan sjúkdóm sé að ræða.

Mohan segir að í miðjum heimsfaraldri eigi allir að hafa sannar og ítarlegar upplýsingar á reiðum höndum. Youtube fjarlægi um 10 milljón myndbönd á hverjum ársfjórðungi svo myndbönd með villandi upplýsingum um Covid eru í minnihluta. Hann tekur fram að í flestum tilfellum hafi einungis örfáir horft á myndböndin áður en þau eru fjarlægð. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert