Mega spila tölvuleik á netinu þrjá tíma í viku

Börn í Kína mega einungis spila tölvuleiki á netinu í …
Börn í Kína mega einungis spila tölvuleiki á netinu í þrjár klukkustundir á viku. AFP

Yfirvöld í Kína tilkynntu í dag að börn í landinu megi einungis spila tölvuleiki á netinu í þrjár klukkustundir á viku á meðan skólahald stendur yfir.

Einstaklingar undir 18 ára aldri mega nú einungis spila tölvuleiki á netinu frá átta til níu á kvöldin, föstudaga, laugardaga og sunnudaga, til þess að stemma stigu við „tölvuleikjafíkn“ ungmenna segir í fréttamiðlinum Xinhua.

Leikmenn þurfa nú að nota auðkenni til þess að skrá sig til leiks á netinu. Þannig verður komið í veg fyrir að ungmenni ljúgi til um aldur sinn.

Foreldrar óhamingjusamir

Þegar frí er í skólum hafa börn leyfi til þess að spila í klukkustund á dag.

„Tölvuleikjafíkn hefur haft áhrif á nám og almennt líf fólks. Foreldrar eru orðnir óhamingjusamir,“ segir í yfirlýsingu yfirvalda í Kína.

Þá er fyrirtækjum bannað að bjóða upp á tölvuleikjaspil utan tilgreinds tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert