Bjóða upp á „kökuskírteini“

Upplýsingatækni- og öryggisfyrirtækinu Syndis vann kerfi sem gerir svokölluð kökuskírteini.
Upplýsingatækni- og öryggisfyrirtækinu Syndis vann kerfi sem gerir svokölluð kökuskírteini. Ljósmynd/Aðsend

Rafræn ökuskírteini, sem gefin eru út af stjórnvöldum og má nálgast á island.is, fá falleinkunn hjá upplýsingatækni- og öryggisfyrirtækinu Syndis. 

Syndis vann meðal annars öryggisgreiningu á Covid-19, rakningar-forritinu.

Á heimasíðu Syndis er gert grein fyrir ítarlegri greiningu á öryggi rafræns ökuskírteinis. Þar kemur fram að hægt er á tiltölulega auðveldan hátt að falsa ökuskírteini, bæði með því að breyta mynd og með því að gefa út eins ökuskírteini en bara með texta að eigin vali.

Til þess að sýna fram á öryggisbresti býður Syndis upp á „kökuskírteini“, skírteini sem líta alveg eins út eins og stafræn ökuskírteini ríkisins. Eini munurinn er að þau eru blá og í stað „Ökuskírteini“ stendur „Kökuskírteini“.

Lögmenn gripu inn í 

Fram kemur í umfjöllun Syndis að einfalt mál hafi verið að útbúa kerfi sem byggi til fölsuð skírteini. Fyrirtækið hafi viljað benda á öryggisbrestina með raundæmum og dreifa kerfinu sínu en hafi verið ráðið frá því af lögmönnum. Því hafi verið gripið til þess ráðs að dreifa frekar kerfi sem gerir skírteini nánast alveg eins og ökuskírteini en þó með örlítilli breytingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert