Fresta greiningu á efni tengt barn­aníði

Apple hefur ákveðið að fresta ákvörðun sinni um að grein­a …
Apple hefur ákveðið að fresta ákvörðun sinni um að grein­a efni tengt barn­aníði á tækj­um banda­rískra not­enda. AFP

Tækn­iris­inn Apple hefur ákveðið að fresta ákvörðun sinni um að grein­a efni tengt barn­aníði á tækj­um banda­rískra not­enda eftir mikla gagnrýni.

Áhyggj­ur eru uppi um að tækn­ina á bak við kerfið sé hægt að út­víkka og mis­nota til per­són­unjósna, þá sér­stak­lega op­in­berra njósna á eig­in borg­ur­um.  

Apple segist hafa hlustað á gagnrýnina og ætli að endurskoða ákvörðunina en kerfið átti að fara í loftið í lok árs.

„Í síðasta mánuði kynntum við aðgerðir til þess að vernda börn gegn barnaníðingum og takmarka útbreiðslu á kynferðisofbeldi gegn börnum. Á grundvelli viðbragða frá viðskiptavinum, hagsmunahópum og ýmsum aðilum höfum við ákveðið að skoða ákvörðunina betur áður en við leggjumst í þessar mikilvægu öryggisráðstafanir fyrir börn,“ segir í yfirlýsingu Apple.

Frétt á vef BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert