Þetta er iPhone 13

Fjórir nýir iPhone-símar voru kynntir í dag.
Fjórir nýir iPhone-símar voru kynntir í dag. Skjáskot/Apple

Bandaríski tæknirisinn Apple kynnti í dag nýjustu línu hinna vinsælu iPhone-síma auk þess sem ný Apple-úr og iPad-spjaldtölvur litu dagsins ljós.

Símarnir nýju, iPhone 13 og iPhone 13 mini, skarta betra myndavélakerfi og stærra batterí, sterkbyggðari skjá með minna haki (e. notch) og nýja 6 kjarna A15 örgjörvann.

Myndavélarnar tvær hafa stærri myndflögur og víðari ljósop. Þá hefur hinni háþróuðu svokölluðu „sensor-shift“ hristivörn verið bætt við en áður mátti aðeins finna það kerfi á dýrasta símanum, iPhone 12 Pro Max.

Hér má sjá flestar nýjungar símans. Úr kynningu Apple sem …
Hér má sjá flestar nýjungar símans. Úr kynningu Apple sem haldin var í dag. Skjáskot/Apple

Með hjálp nýja örgjörvans má nú skjóta betri myndskeið sem líkjast betur þeim sem aðeins er hægt að skjóta með stærri og dýrari myndavélum.

iPhone 13 svipar til forvera síns í útliti nema myndavélarnar tvær á bakhlið símans eru nú á ská en ekki í lóðréttri línu. Þar að auki er nýr bleikur litur og sá blái er ljósari en hann var í fyrra. Vinsæla liti á borð við þann fjólubláa og límónu-græna er þó hvergi að finna.

Umtalsvert betri skjár

Þá kynnti Apple einnig dýrari tegund símanna, iPhone 13 Pro og iPhone 13 Pro Max. Þar má helst nefna skjá sem skartar svokölluðu „Pro Motion“ kerfi þar sem skjáirnir sýna allt að 120 riða (Hz) svartíma.

Myndavélakerfið er betra en einnig stærra. Á símanum eru þrjár linsur, aðdráttarlinsu og víðlinsu auk hinnar hefðbundnu. Víðlinsan og hefðbundna linsan hafa báðar víðara ljósop og aðdráttarlinsan fer úr 2x yfir í 3x. Þá hafa litirnir og fókuskerfið verið bætt á víðlinsunni. Allar linsurnar hafa nýju bættu „sensor-shift“ hristivörnina auk þess sem LiDAR skanninn er á sínum stað.

Dýrari týpu símanna má fá í fjórum litum.
Dýrari týpu símanna má fá í fjórum litum. Skjáskot/Apple

Liturinn vinsæli varð ljósblár

Vinsælasti litur síðasta árs, kyrrahafs-blár (e. pacific blue), hefur nú verið breytt í ljósari lit sem Apple kallar fjallagarðs-bláan (e. sierra blue). Glöggir aðdáendur Apple taka eflaust eftir því að það gæti túlkast sem endurlit hálfan áratug aftur í tímann en macOS stýrikerfi Apple árið 2016 bar einnig nafnið Sierra.

Myndavélakerfi Pro-símanna er töluvert stærra en iPhone-notendur hafa þurft að venjast sem setur sinn svip á bakhlið símans.

Líkt og sjá má er myndavélin umtalsvert stærri en notendur …
Líkt og sjá má er myndavélin umtalsvert stærri en notendur hafa þurft að venjast. Sá nýi er til vinstri og gamli er til hægri. Skjáskot/Apple
mbl.is