Fjórir geimfarar SpaceX snúa aftur til jarðar

Geimfarar fjórir sem um borð eru í SpaceX „Drekahylkinu“ svokallaða eiga að snúa aftur til jarðar á laugardagskvöld og lenda við strendur Flórída eftir þrjá sólarhringa á braut um jörðu.

Áætlað er að lendingin verði klukkan 19:06 að staðartíma eða 23:06 á íslenskum tíma og að lent verði á sama stað og bandarísku geimfararnir fóru upp í loft síðasta miðvikudag. Lendingin verður í beinni útsendingu hjá SpaceX og hefst um klukkustund fyrir áætlaðan lendingartíma.

Ferðaðist lengra en alþjóðlega geimstöðin

Drekahylkið ferðaðist lengra en alþjóðlega geimstöðin, á braut um 575 kílómetra hæð. Þá var hæð hennar síðan lækkuð í 365 kílómetra á föstudagskvöld.

Þetta mun vera í þriðja sinn sem fyrirtæki Elon Musk ferðast með menn út í geim, eftir að tveimur NASA-verkefnum var skilað, einu í ágúst árið 2020 og öðru í maí á þessu ári. 

Meðfylgjandi myndskeið sýnir þegar geimferjunni var skotið út í geim í vikunni. 

Áætlað er að lendingin verði klukkan 19:06 að staðartíma eða …
Áætlað er að lendingin verði klukkan 19:06 að staðartíma eða 23:06 GMT. AFP
mbl.is