Hætta við Instagram fyrir börn

Lógó Instagram.
Lógó Instagram. AFP

Facebook hefur ákveðið hætta við þróun á nýrri útgáfu af Instagram fyrir börn yngri en 13 ára.

Ástæðan fyrir því er mikil gagnrýni sem verkefnið hefur sætt.

„Þrátt fyrir að við stöndum við mikilvægi þess að þróa áfram þessa upplifun, þá höfum við ákveðið að gera hlé á þessu verkefni,“ sagði Adam Mosseri, forstjóri Instagram, í yfirlýsingu.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert