Telja bilunina vera í lénsheitakerfi

AFP

Þjón­usta Face­book, In­sta­gram og Whatsapp hefur nú legið niðri í meira en tvær klukkustundir.

Sam­kvæmt vefsíðunni Downdetector virtist vanda­málið víðtækt og ná víða um heim.

Facebook hefur ekki gefið út hver ástæða bilunarinnar er en sérfræðingar telja að hún gæti tengst bilun hjá DNS-kerfi eða lénsheitakerfi Facebook. Lénsheitakerfið er oft borið saman við netfangaskrá eða símaskrá fyrir netið. Kerfið beinir vöfrum á tölvukerfið sem þjónar vefsíðunni sem þeir eru að leita að. 

Bilun í lénsheitakerfinu leiddi meðal annars til þess að fjölmargar vefsíður lágu niðri í júlí. Það er þó sjaldgæft að slík bilun hafi áhrif á svo stórt tæknifyrirtæki sem Facebook, hvað þá að bilunin vari svo lengi.

Andy Stone, samskiptastjóri Facebook, segir á Twitter að fyrirtækið vinni að því að koma hlutunum í lag.

Önnur samfélagsmiðlafyrirtæki svo sem Reddit og Twitter hafa gert grín að vandræðum Facebook.

mbl.is