Bilun vegna breyttra stillinga

Samband komst aftur á seint í gærkvöldi.
Samband komst aftur á seint í gærkvöldi. AFP

Facebook segir að breytingar sem voru gerðar á stillingum netbeina hafi valdið því að þjónusta samfélagsmiðilsins, Instagram og Whatsapp lá niðri í gær.

Netbeinarnir sjá um að stjórna umferð um netkerfi.

„Þessi truflun á netumferðinni hafði áhrif á hvernig gagnakerfi vinna saman sem varð til þess að þjónusta okkar stöðvaðist,“ sagði Santosh Janardhan, varaforseti innviða hjá Facebook.

Samband komst aftur á á tíunda tímanum í gærkvöldi eftir að það hafði legið niðri síðan um fjögurleytið.

Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook.
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook. AFP

Að sögn vefsíðu Fortune drógust persónuleg auðæfi forstjóra Facebook, Marks Zuckerbergs, saman um sex milljarða bandaríkjadala frá deginum áður vegna vandræðanna og enduðu rétt undir 117 milljörðum dala.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert