Beint: Shatner skotið út í geim

AFP

Bandaríski leikarinn William Shatner stefnir á að verða elsti maðurinn í sögunni sem fer út í geim, en hann er um borð í Blue Origin-geimflauginni sem verður skotið á loft frá Texas.

William Shatner.
William Shatner. AFP

Shatner, sem er níræður og best þekktur fyrir að leik Kirk kaftein í Star Trek-þáttunum, kveðst fullur tilhlökkunar að sjá jörðina frá nýju sjónarhorni.

Þrír aðrir geimfarar verða með Shatner í ferðinni. Geimflaugin er hönnuð af Jeff Bezoz, stofnanda Amazon.com, og á ferðin að standa yfir í um 10 mínútur.

Uppfært kl. 14:57

Ekki er að annað að sjá en að skotið hafi lukkast vel eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert