90% færri tilvik leghálskrabbameins

Bóluefnið sem um ræðir heitir Cervarix.
Bóluefnið sem um ræðir heitir Cervarix.

Tilvikum leghálskrabbameins fækkar um tæp 90% með bólusetningu gegn hættulegustu tegundum HPV-veirunnar, sem geta valdið leghálskrabbameini, ef stúlkur eru bólusettar á aldrinum 12 til 13 ára, samkvæmt breskri rannsókn.

Bresk samtök sem stunda rannsóknir á krabbameinum segja niðurstöðurnar „sögulegar“ og leiða í ljós að bólusetningin hafi bjargað lífum. 

Veirur eru í langflestum tilvikum orsakavaldur leghálskrabbameina og standa vonir til þess að bólusetning geti nánast útrýmt sjúkdómnum. 

Þá segir teymið sem stendur að baki rannsókninni að þau sem séu bólusett gegn HPV þurfi líklega ekki að fara í jafn margar leghálsskimanir og þau sem ekki eru bólusett. 

Bólusetningin er í boði fyrir stúlkur um 12 ára aldur hér á landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert