Viðurkenna að hafa eytt gervihnetti

AFP

Rússneska varnarmálaráðuneytið viðurkennir að það hafi sprengt einn gervihnött sinn í gær með flugskeyti. Gervihnetti, sem hafði verið á braut um jörðu frá árinu 1982, var eytt.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Rússum, sem fjallað er um í frétt AFP.

Bill Nelson, forstjóri bandarísku geimferðarstofnunarinnar NASA, sagðist í gær vera æfur yfir aðgerðum Rússa. Geimfarar urðu að undirbúa skyndiflótta úr alþjóðlegu geimstöðunni en óttast var að geimrusl rækist á hana.

Geimruslið er afar smátt, jafn­vel máln­ing­ar­flyk­s­ur eða stein­brot, og því erfitt að koma auga á það með tækn­i frá jörðu, en það get­ur valdið gríðarleg­um skaða ef til árekstr­ar kem­ur enda feyk­ist það um af miklum hraða.

Í yfirlýsingu Rússa kemur hins vegar fram að þar á bæ hafi menn fylgt áætlunum og þvertóku fyrir að einhver hætta hefði fylgt verkinu.

mbl.is