Deildarmyrkvi nær hámarki klukkan 09:03

Deildarmyrkvinn í morgun.
Deildarmyrkvinn í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Deildarmyrkvi á tungli er nú sýnilegur en hann hófst klukkan 07:19 og nær hámarki klukkan 09:03. 

Sæv­ar Helgi Braga­son, oft kallaður Stjörnu-Sæv­ar, gerði tungl­myrkv­ann að um­fjöll­un­ar­efni sínu í pistli á vefsíðunni stjörnu­fræði.is nú á dög­un­um. Sæv­ar bend­ir á í pistl­in­um að ekki sé þörf á að not­ast við nein hjálp­ar­tæki til þess að fylgj­ast með myrkv­an­um, aug­un ein nægi. Þó sé ef­laust skemmti­legra að not­ast við hand­sjón­auka eða stjörnu­sjón­auka.

Ljósmyndari mbl.is náði þessari mynd af tunglmyrkvanum í morgun.
Ljósmyndari mbl.is náði þessari mynd af tunglmyrkvanum í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ýmsar teg­und­ir myrkva 

Tungl­myrkv­ar verða þegar sól, jörð og tungl mynda nærri því beina línu. Tungl­myrkv­ar sjást aðeins á fullu tungli og frá allri næt­ur­hlið jarðar í einu.

Tungl­myrkv­ar geta þá verið þrenns kon­ar; hálf­skugga-, deild­ar og al­myrkv­ar. Myrkvinn sem verður sjá­an­leg­ur í fyrra­málið er eins og áður seg­ir deild­ar­myrkvi og þegar hann nær há­marki munu um 97% tungls­ins vera al­myrkvuð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert