Fyrsti einkaleiðangurinn náði áfangastað

Eldflaugin Falcon 9 með geimfarið Crew Dragon tekur á loft …
Eldflaugin Falcon 9 með geimfarið Crew Dragon tekur á loft frá Alþjóðlegu geimstöðinni í Flórída á föstudag. AFP

Fyrsti einkaleiðangurinn til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) náði á áfangastað snemma í gær. Fjórir voru um borð frá frumkvöðlafyrirtækinu Axiom Space.

Þetta er fyrsti einkaleiðangurinn að öllu leyti sem er farinn á stöðina.

Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur fagnað samstarfi sínu við Axiom og Space X, fyrirtæki Elons Musk, og segir það skref í átt að því að markaðsvæða tiltekið svæði í geimnum, á sama tíma og stofnunin geti einbeitt sér að lengri leiðöngrum.

Eldflaug Space X, Falcon 9, með Crew Dragon-geimferjuna Endeavor náði á áfangastað um hádegisbilið í gær og gekk áhöfnin inn í Alþjóðlegu geimstöðina næstum tveimur klukkustundum síðar, eftir að hafa lagt af stað frá Flórída á föstudag.

Áhöfn Axiom Space. Frá vinstri: Michael Lopez-Alegria, Mark Pathy, Larry …
Áhöfn Axiom Space. Frá vinstri: Michael Lopez-Alegria, Mark Pathy, Larry Connor og Eytan Stibbe. AFP

Stjórnandi leiðangurs Axiom er Michael Lopez-Alegria, fyrrverandi geimfari hjá NASA, sem hefur bandarískan og spænskan ríkisborgararétt. Hann flaug fjórum sinnum út í geiminn er hann starfaði hjá NASA og heimsótti hann Alþjóðlegu geimstöðina síðast árið 2007.

Með honum í för núna er bandaríski fasteignafjárfestirinn Larry Connor, kanadíski fjárfestirinn Mark Pathy og Ísraelsmaðurinn Eytan Stibbe, sem fyrrverandi herflugmaður og núverandi fjárfestir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert