Sýndarheimarnir ógna sjónvarpinu

Sýndarheimar ógna hefðbundnu sjónvarpi.
Sýndarheimar ógna hefðbundnu sjónvarpi. AFP/Sergio Flores

Sérfræðingar segja að sjónvarpsfyrirtæki verði að laga sig hratt að hinni hröðu þróun sem nú er í afþreyingarefni á netinu eigi þau að lifa af.

Sjónvarpsfyrirtæki eru þegar að dragast aftur úr í samkeppninni við netleikjafyrirtæki um athygli ungmenna og auglýsingatekjur sem fylgja í kjölfarið.

Svonefndir sýndarheimar eða metaverse, stafræn eftirlíking af raunveruleikanum, eru ekki langt undan en þetta hugtak er notað yfir ört vaxandi heim gagnvirkra tölvuleikja og samfélagsmiðla hverskonar, sem laðar einkum að sér yngri kynslóðina.

Nýlegar rannsóknir sem þýska markaðsrannsóknafyrirtækið Statista hefur gert benda til þess að þótt eldri neytendur horfi enn mikið á hefðbundið sjónvarp hafi sjónvarpsáhorfendum 35 ára og yngri fækkað um helming síðasta áratuginn og sú þróun verði enn hraðari eftir því sem sýndarheimunum fleygir fram.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »