Var með Covid-19 samfellt í 16 mánuði

Sjúklingurinn var með undirliggjandi sjúkdóma.
Sjúklingurinn var með undirliggjandi sjúkdóma. AFP

Læknar í Bretlandi telja sig geta staðfest að sjúklingur í þeirra umsjá hafi verið með virka Covid-19 sýkingu í rúmlega 16 mánuði, eða 505 daga samfellt. Er það lengsta virka sýkingin sem skráð hefur verið. BBC greinir frá.

Sjúklingurinn, sem var með aðra undirliggjandi sjúkdóma, greindist snemma árs 2020. Hann var með einkenni og sýkingin var staðfest með PCR-prófi. Hann lést á sjúkrahúsi árið 2021.

Læknar við King‘s College og Guy‘s and St Thomas‘ NHS Foundation segja að svona viðvarandi sýkingar séu mjög sjaldgæfar. Flestir nái að losa sig við veiruna úr líkamanum á mun skemmri tíma, en umræddur sjúklingur hafði mjög laskað ónæmiskerfi.

Útilokað um endursýkingar hafi verið að ræða

Sérfræðingar segja mikilvægt að rannsaka svona tilfelli til að auka skilning á Covid-19 og hættunni sem sýkingin getur skapað. Stökkbreyting geti átt sér stað, þó það hafi ekki gerst í þessu tilfelli.

Sjúklingurinn var reglulega lagður inn á sjúkrahús þessa 16 mánuði, bæði til rannsókna og vegna veikinda sinna. Hann fékk 50 sinnum jákvæða niðurstöðu á PCR-prófi en alltaf var tekið tekið sýni úr nefkoki. Læknar segja að útiloka að sjúklingurinn hafi verið að sýkjast aftur. Raðgreining hafi sýnt að um viðvarandi sýkingu hafi verið ræða.

Þá sé þetta tilfelli ólíkt long Covid, því þá fari vírusinn úr líkamanum en einkennin halda áfram að vera til staðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert