Rafræn skilríki komin aftur í lag

Bilun í rafrænum skilríkjum kom upp um klukkan sjö í morgun og stóð yfir í um tvær klukkustundir. Nú er þjónustan aftur farin að virka sem skyldi. 

„Það voru breytingar hjá þjónustuaðila okkar í morgun sem ollu því að rafræn skilríki á farsíma virkuðu ekki,“ segir Haraldur A. Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkennis.

Fyrirtækið sér um þjónustu vegna rafrænna skilríkja.

mbl.is