Stærsti skjálfti sem mælst hefur á Mars

Frá Mars.
Frá Mars. AFP

Stærsti skjálfti sem mælst hefur á annarri plánetu en jörðinni mældist á Mars 4. maí síðastliðinn. Var hann 5 að stærð. InSight-tæki bandarísku geimferðastofnunarinnar (NASA) greindi og mældi skjálftann en í það er innbyggður næmur jarðskjálftamælir sem hefur greint 1.313 skjálfta síðan hann lenti á mars í nóvember síðastliðnum.

Stærsti skjálfti sem mælst hafði áður en sá stóri skók mars í byrjun mánaðarins var 4,2 að stærð. Hann mældist 25. ágúst í fyrra.

Vísindamenn NASA þurfa að rannsaka nýja skjálftann frekar áður en mögulegt er að veita frekari upplýsingar um nákvæma staðsetningu hans og fleira.

mbl.is

Bloggað um fréttina