Þróa tækni til að endurvinna erfiðan úrgang

Jón Viggó Gunnarsson forstjóri Sorpu, Sigurður Inólfsson framkvæmdastjóri Ýmis Technoloies, …
Jón Viggó Gunnarsson forstjóri Sorpu, Sigurður Inólfsson framkvæmdastjóri Ýmis Technoloies, og Søren Rasmusen hjá samnorræna fjárfestingasjóðnum. Ljósmynd/Aðsend

Ýmir Technologies þróar búnað sem ráðstafar lífrænum úrgangi með sjálfbærum hætti og á hagkvæmari hátt en áður.

Mun búnaðurinn draga úr þörfinni á því að flytja úrgang um langan veg til endurvinnslu, segir í tilkynningu.

Ýmir og Sorpa gerðu með sér nýjan samning um þróun á frekari leiðum til endurvinnslu á úrgangi.

Endurvinna meðal annars bleyjur

Haft er eftir Jóni Viggó Gunnarssyni, forstjóra Sorpu bs, að með tilrauninni sé verið að leita lausna til að endurvinna erfiðan, samsettan úrgang á hagkvæman hátt. Reynt verður að ná lífúrgangi úr blönduðum úrgangi með betri hætti en hefur verið gert hingað til.

Ýmir er að þróa tækni til sundra vandmeðförnum úrgangi, timbri sem er límt, málað eða plasthúðað, til að hjálpa að breyta honum í lífgas eða iðnaðaralkóhól.

Einnig er unnið að því að endurvinna bleyjur með betri hætti, en mengun út af þeim er stórt vandamál á heimsvísu.

mbl.is