„Hver einasta mynd er ný uppgötvun“

Eins konar landslag innan um fjölda stjarna skammt frá svæði …
Eins konar landslag innan um fjölda stjarna skammt frá svæði þar sem stjörnur myndast sem kallast NGC 3324 í Carina Nebula. AFP

Nýjar myndir frá Webb-geimsjónaukanum voru birtar í dag af Geimferðastofnun Bandaríkjanna, Nasa.

„Hver einasta mynd er ný uppgötvun," sagði Bill Nelson, yfirmaður hjá NASA. „Hver þeirra mun veita mannkyni sýn á alheiminn sem við höfum aldrei séð áður."

Fimm vetrarbrautir hópast saman á þessari mynd sem sýnir svokallaðan …
Fimm vetrarbrautir hópast saman á þessari mynd sem sýnir svokallaðan kvintett Stephans. AFP/NASA

Skýrasta myndin til þessa úr fjarlægustu kimum alheimsins frá því fyrir 13 milljörðum ára, var birt í gær.

Ein af myndunum í dag sýnir vatnsgufu í andrúmslofti fjarlægrar gasplánetu, eða WASP-96 sem var uppgötvuð árið 2014. Hún er í næstum 1.150 ljósára fjarlægð frá jörðu og er um helmingur af massa Júpíters og ferðast í kringum sól sína á aðeins 3,4 dögum.

Vetarbrautirnar fimm.
Vetarbrautirnar fimm. AFP
Ein af myndunum sem voru birtar í dag.
Ein af myndunum sem voru birtar í dag. AFP/NASA
AFP/NASA
AFP
mbl.is