Leið til að eyða hættulegu efni í snyrtivörum fundin

Efnið má meðal annars finna í snyrtivörum.
Efnið má meðal annars finna í snyrtivörum. Reuters

Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa nú fundið leið til að eyða hættulegu efni, sem er meðal annars að finna í snyrtivörum, á ódýran hátt. 

Núverandi aðferðir til að eyða efninu hafa ekki skilað miklum árangri en þær krefjast mjög hás hitastigs sem er dýrt að framkalla. Vísindamenn hafa nú fundið leið til að eyða því með lágum hita og ódýrum vörum.

BBC greinir frá. 

Vísindamenn hafa meðal annars komið auga á tengsl efnisins, sem er kallað PFAS, við krabbamein og fæðingargalla. Mótstaða efnisins gegn vatni og olíu sem gerir það aftur á móti mjög gagnlegt við ýmsa vöruframleiðslu. 

Auk snyrtivara má til dæmis finna efnið í matvælaumbúðum, lími, pappír og málningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert