Dóttir Steve Jobs hæðist að iPhone

iPhone 14.
iPhone 14. AFP

Evu Jobs virðist ekki þykja mikið til IPhone 14 símans koma ef marka má færslu hennar á samfélagsmiðlum en Eva er dóttir Steve Jobs stofnanda Apple. 

Apple framleiðir iPhone sem kunnugt er en þegar þeir komu upphaflega á markað árið 2007 var Steve Jobs potturinn og pannan í fyrirtækinu. Hann lést árið 2011 eftir veikindi. 

Reyndar kann að vera að Evu þyki nokkuð til iPhone 14 koma en það veltur þá á því hvort henni líki við iPhone 13. Háð hennar í færslunni gengur út á að lítil sem engin breyting sé á iPhone 14 frá iPhone 13. 

Nokkuð hefur borðið á viðlíka gagnrýni eftir að iPhone 14 var kynntur. 

mbl.is