Enduðu ofar en Bandaríkin í seinni hluta keppninnar

Íslenska liðið hafnaði í 15 sæti af 28 liðum í …
Íslenska liðið hafnaði í 15 sæti af 28 liðum í netöryggiskeppni Evrópu (ECSC). Ljósmynd/Aðsend

Ungmenni sem sem kepptu fyrir Íslands hönd í netöryggiskeppni Evrópu (ECSC) sem fram fór í Vínarborg í Austurríki hafnaði í 15 sæti af 28 liðum (17. sæti af 33. ef gestaliðin eru meðtalin). Lokarniðurstöðu keppninnar má nálgast hér.

Keppendur leystu afar flókin og krefjandi verkefni á sviði netöryggismála.
Keppendur leystu afar flókin og krefjandi verkefni á sviði netöryggismála. Ljósmynd/Aðsend

Enduðu ofar en Bandaríkin í seinni hlutanum

Íslenska liðið endaði í 20. sæti (af 33) í fyrri hluta keppninnar (svokallað "jeopardy style CTF"), en endaði svo í 13. sæti (af 33) í seinni hluta keppninnar (svokallað "Attack/defence CTF"), sem er afar góður árangur. Liðið skoraði hærra en t.d. gestalið Kanada og Bandaríkjanna en skoða má stigatöflu seinni hluta keppninnar hér.

Íslenska liðið skoraði hærra en til dæmis Bandaríkin og Kanada …
Íslenska liðið skoraði hærra en til dæmis Bandaríkin og Kanada í seinni hluta keppninnar. Ljósmynd/Aðsend
Íslensku keppendurnir undirbúa sig fyrir keppnina.
Íslensku keppendurnir undirbúa sig fyrir keppnina. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert