Þjónusta WhatsApp liggur niðri

AFP

Þjónusta samskiptaforritsins WhatsApp liggur niðri víða um heim, en notendur í Bandaríkjunum, Evrópu, Asíu og víðar hafa tilkynnt að þjónusta fyrirtækisins virki ekki sem skyldi. WhatsApp er í eigu Meta, móðurfélags Facebook og Instagram.

Notendur virðast enn geta skoðað fyrri skilaboð sín, en þegar ný skilaboð eru send skila þau sér ekki til móttakenda.

Á vefnum Downdectector.com má sjá að tilkynningar um vandræði með þjónustuna hófust rétt fyrir klukkan sjö í morgun.

WhatsApp er eitt vinsælasta samskiptaforrit heims með yfir 2 milljarða notenda.

mbl.is